Skörð höggvin í saltbílaflotann vegna bilana

Hálkueyðing hjá Reykjavíkurborg var ekki rekin með fullum afköstum í gærmorgun vegna bilana í nærri helmingi bílaflotans sem notaður er í þessi verkefni. Þrír saltbílar af sjö voru bilaðir í gær, en um helgina var byrjað var að salta götur í fyrsta skipti á nýkomnum vetri. Guðni Hannesson yfirverkstjóri hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar bendir á að reglulegar hálkueyðingarvaktir verktaka, sem borgin skiptir við, hefjist ekki fyrr en 15. nóvember og þá séu 8–9 bílar notaðir við störfin. Fram að þeim tíma sé unnt að bregðast við ef hálka gerir vart við sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert