Steingrímur: Verðum að skoða loftslagsmálin í heildarsamhengi

Steingrímur J. Sigfússon og Árni Páll Árnason hlýða á umræður …
Steingrímur J. Sigfússon og Árni Páll Árnason hlýða á umræður á Norðurlandaráðsþinginu. norden.org/Magnus Fröderberg

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði á leiðtogafundi Norðurlandaráðs í Ósló í dag að vandinn í orkumálum mannkynsins sé ekki sá að það vanti möguleika. „Við höfum vind, sól, eld og jarðhita,” sagði hann. „Það sem þarf að gera er að breyta þeirri stefnu sem rekin er í orkumálum heimsins”.

Steingrímur sagði að menn verði draga úr óhóflegri eyðslu aðlinda jarðar og forðast að líta á málin í afmörkuðu samhengi. Þá sagði hann að Norðurlandaþjóðirnar verði að líta sér nær í umræðu um loftsagsbreytingar og umhverfismál. Þannig beri Íslendingum fremur að ræða sína umdeildu stóriðjustefnu með gagnrýnum hætti en að fela sig á bak við staðhæfingar um hlutfall umhverfisvænnar orku. Það megi vissulega segja að það sé gott fyrir loftslagið að ál sé framleitt á Íslandi en að kosti það eyðileggingu stórs hluta landsins sé það ekki endilega gott í heildarsamhengi hlutanna.

Steingrímur sagði einnig í ræðu sinni að þegar stórt sé spurt verði gjarnan fátt um svör og að það eigi við um hnattvæðingu og umhverfismál. Spyrji menn aldrei um neitt finni þeir hins vegar engin svör. „Við eigum að þora að hugsa stórt, finna nýjar hugmyndir. Við getum skapað nýja umhverfis og öryggismálastefnu, nýjan samtakamátt og stuðlað að nýrri þróun," sagði hann og vísaði þar bæði til umhverfis og öryggismála. Áður hafði Steingrímur hvatt til þess að Danmörk, Noregur og Ísland hættu aðild sinni að Atlantshafsbandalaginu og sköpuðu þannig nýja norræna samstarfsmöguleika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka