Telja að virkjun muni spilla ómetanlegri náttúruperlu

Frá Hellisheiði
Frá Hellisheiði mbl.is/ÞÖK

And­stæðing­ar fyr­ir­hugaðrar jarðgufu­virkj­un­ar á Hengils­svæðinu í landi sveit­ar­fé­lags­ins Ölfuss hafa sett á lagg­irn­ar heimasíðu þar sem al­menn­ing­ur er hvatt­ur til að gera at­huga­semd­ir við virkj­un­ar­áætlan­irn­ar. Um er að ræða 135 MWe virkj­un Orku­veitu Reykja­vík­ur við Bitru, rétt vest­an við Ölkeldu­háls. Frummats­skýrsla vegna fram­kvæmd­anna er nú til at­hug­un­ar hjá Skipu­lags­stofn­un og renn­ur frest­ur til að gera at­huga­semd­ir við fram­kvæmd­irn­ar út 9. nóv­em­ber. Petra Mazetti, leiðsögumaður og forsprakki síðunn­ar, seg­ir að til­gang­ur­inn með opn­un henn­ar sé fyrst og fremst sá að vekja at­hygli al­menn­ings á því að til standi að spilla ómet­an­legri nátt­úruperlu í næsta ná­grenni við höfuðborg­ar­svæðið með jarðgufu­virkj­un. "Við vild­um ekki vera of sein með at­huga­semd­irn­ar í þetta skiptið," seg­ir Petra og bend­ir á að marg­ir séu nú að mót­mæla virkj­un­ar­áætl­un­um við Þjórsá, en um­hverf­is­mat fyr­ir svæðið hafi legið fyr­ir í tals­vert lang­an tíma.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert