Samkvæmt Alþjóðlegu samkeppnisvísitölunni lækkar Ísland um þrjú sæti, úr 20. sæti í 23. sæti, segir í fréttatilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í morgun. Styrkur Íslands liggur meðal annars í sterkri stöðu hvað varðar grunnmenntun og tæknilegan viðbúnað. Það sem veikir stöðuna er meðal annars efnahagsskilyrðin og stærð heimamarkaðarins.
Samkeppnisvísitalan er gefin út af World Economic Forum (Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni) en Nýsköpunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili stofnunarinnar hér á landi. Bandaríkin, Sviss, Danmörk og Svíþjóð eru leiðandi í samkeppnishæfni.