Köstuðu snjóboltum í bíla

Lög­regl­an á Hvols­velli seg­ir, að mikið hafi verið kvartað und­an ung­menn­um á Hellu sem hafi gert það að leik sín­um að kasta snjó­bolt­um í bif­reiðar sem ekið hafa verið yfir Ytri-Rangá. Seg­ir lög­regl­an, að um sé að ræða mjög hættu­leg­an leik þar sem hætt er við því að öku­menn missi stjórn á bif­reiðum sín­um við að fá snjó­bolta í bif­reiðarn­ar.

Lög­reglu­menn höfðu hend­ur í hári ung­menna, sem höfðu verið á staðnum. Seg­ir lög­regl­an að von­andi verði það til þess að þessi leik­ur verði ekki end­ur­tek­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert