Of margir án fullnægjandi menntunar

Hákon Hrafn Sigurðsson,
Hákon Hrafn Sigurðsson,

Menntunarstig háskólakennara hér á landi er allt of lágt, segir Hákon Hrafn Sigurðsson, dósent í lyfjafræði við Háskóla Íslands og trúnaðarmaður í Félagi háskólakennara.

„Vegna mikillar fjölgunar háskóla hér á landi og lágra launa háskólakennara miðað við samanburðarstéttir sækja mun færri um hverja auglýsta stöðu háskólakennara hér en í öðrum löndum. Þetta veldur því að í mörgum tilfellum þarf að ráða kennara án fullnægjandi menntunar," segir Hákon Hrafn.

Máli sínu til stuðnings vísar Hákon til skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í júní sl., þar sem meðal annars kemur fram að í viðskiptafræðideildum háskóla hér á landi er hlutfall doktorsmenntaðra akademískra starfsmanna mun lægra en gengur og gerist í öðrum löndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert