Rætt um að háeffa ÍSOR

Rætt er af mik­illi al­vöru inn­an Íslenskra orku­rann­sókna (ÍSOR) að breyta stofn­un­inni í hluta­fé­lag, að því er heim­ild­ir 24 stunda herma. Hjá ÍSOR starfa tæp­lega 80 manns, flest­ir þeirra sér­fræðing­ar í orku­rann­sókn­um. Ólaf­ur G. Flóvenz, for­stjóri ÍSOR, staðfesti að þessi mögu­leiki hefði verið rædd­ur.

„Auðvitað eru menn að velta því fyr­ir sér að breyta rekstar­formi ÍSOR, en lengra er það ekki komið. Við heyr­um und­ir lög frá Alþingi og iðnaðarráðuneytið. Þetta er því á valdi þeirra."

Össur Skarp­héðins­son iðnaðarráðherra seg­ir málið ekki hafa verið rætt inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hvorki form­lega né óform­lega. Hann seg­ist þó hafa orðið var við áhuga á stofn­un­inni. „Ráðuneyt­inu hafa borist óform­leg­ar fyr­ir­spurn­ir úr orku­geir­an­um um það hvort stofn­un­in sé til sölu, úr tveim­ur átt­um."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert