Segjast aldrei hafa haft samráð við keppinauta á markaði

Hag­ar hf., sem reka versl­an­ir Bón­us, Hag­kaup og 10-11 hafna því al­farið, að Bón­us og Hag­kaup séu aðilar að ólög­legu verðsam­ráði á mat­vörumarkaðnum hér á landi og beiti blekk­ing­um gagn­vart viðskipta­vin­um sín­um við gerð verðkann­ana.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu, sem Hag­ar sendu frá sér nú síðdeg­is vegna frétta í Útvarp­inu í dag. Yf­ir­lýs­ing­in er eft­ir­far­andi:

    Hag­ar hf., sem reka versl­an­ir Bón­us, Hag­kaup og 10-11, hafna al­farið þeim ásök­un­um, sem komu fram í há­deg­is­frétta­tíma RÚV í dag og haldið var áfram um­fjöll­un um í síðdeg­isþætti RÚV þess efn­is að Bón­us og Hag­kaup séu aðilar að ólög­legu verðsam­ráði á mat­vörumarkaðnum hér á landi og beiti blekk­ing­um gagn­vart viðskipta­vin­um sín­um við gerð verðkann­ana.

    Hér er um að ræða al­var­lega aðför að orðspori fyr­ir­tæk­is­ins og æru starfs­manna þess. Und­ir henni verður ekki setið þegj­andi og munu Hag­ar hf. íhuga rétt­ar­stöðu sína vegna þessa.

    Bón­us hef­ur frá upp­hafi verið leiðandi hér á landi í sölu mat­væla til al­menn­ings á lágu verði. Aldrei frá stofn­un fé­lags­ins og til dags­ins í dag hef­ur átt sér stað sam­ráð við keppi­nauta á markaði. Hið sama gild­ir um aðrar versl­an­ir Haga hf.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka