Sjúkraflugvél verður á Ísafirði í vetur

Ísafjarðarflugvöllur.
Ísafjarðarflugvöllur. mynd/bb.is

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að sjúkraflugvél verði staðsett á Ísafirði vetrarmánuðina. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur falið embættismönnum ráðuneytisins að gera viðbótarsamning við flugrekandann sem sinnir sjúkraflugi á svæðinu vegna þessa.

Ráðuneytið hefur þegar haft samband við forsvarsmenn Mýflugs og segir, að vonir séu bundnar við að sjúkraflugvélin verði staðsett á Ísafjarðarflugvelli um miðjan mánuðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert