Telja að ekki þurfi samþykki eigenda vegna stofnunar dótturfélaga

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur.
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Sverrir

Reykja­vík­ur­borg og Orku­veita Reykja­vík­ur líta svo á að ekki þurfi samþykki eig­enda til ein­faldra ákv­arðana eins og stofn­un dótt­ur­fé­laga eða kaup á hlut í fé­lög­um. Ein­ung­is þurfi að bera ákv­arðanir und­ir eig­end­ur, þe. sveit­ar­stjórn­ir, ef OR tak­ist á hend­ur ábyrgðir og skuld­bind­ing­ar sem geta fallið á sveit­ar­sjóði. Dæmi um slíkt voru kaup­in á hlut í Hita­veitu Suður­nesja. Þetta kem­ur fram í svari Reykja­vík­ur­borg­ar til umboðsmanns Alþing­is vegna mál­efna REI.

„Í sam­ræmi við fram­an­greind­an skiln­ing, sem fylgt hef­ur verið í öll­um til­vik­um þegar OR hef­ur stofnað dótt­ur­fé­lag eða fest kaup á hlut í fé­lagi, fólu þær ákv­arðanir sem tekn­ar voru á stjórn­ar- og eig­enda­fundi OR þann 3. októ­ber sl. ekki í sér ábyrgðir eða skuld­bind­ing­ar eig­enda sem samþykkja þurfti af viðkom­andi sveit­ar­stjórn­um. Nauðsyn­legt er að fram komi að ekki var verið að selja eig­ur OR. All­ir þeir hlut­ir sem seld­ir hafa verið eru nýtt hluta­fé og verðmæti eign­ar­hluta í fé­lög­um er allt enn til staðar. Þær ákv­arðanir sem tekn­ar voru á eig­enda­fundi OR munu ekki skerða efna­hag OR. Hið bók­færða virði eign­anna bygg­ir að meg­in­stofni til á mjög ný­leg­um viðskipt­um með eign­irn­ar. Sem dæmi má nefna að gengi hlut­ar­ins í Enex, tók mið af ný­legu mati á virði fé­lags­ins í tengsl­um við hluta­fjáraukn­ingu. Hlut­ur­inn í Hita­veitu Suður­nesja er met­inn á sama verði og hann var keypt­ur á fyrr á þessu ári. GGE lagði sinn hlut í hita­veit­unni, sem var u.þ.b. helm­ingi stærri, inn á sama gengi," sam­kvæmt bréfi Reykja­vík­ur­borg­ar til umboðsmanns Alþing­is.

Telja brýnt að end­ur­skoða sveit­ar­stjórn­ar­lög­in

Í niður­lagi svars Reykja­vík­ur­borg­ar til umboðsmanns Alþing­is kem­ur fram að eng­in ákvæði sé að finna í sveit­ar­stjórn­ar­lög­um um sam­starf sveit­ar­fé­laga við einkaaðila. Er það mat Reykja­vík­ur­borg­ar að tíma­bært sé að end­ur­skoða VIII kafla sveit­ar­stjórn­ar­lag­anna sem fjall­ar um sam­vinnu sveit­ar­fé­laga. „Í 81. gr. seg­ir að sveit­ar­fé­lög geti haft sam­vinnu sín á milli um fram­kvæmd ein­stakra verk­efna. Geti slík sam­vinna meðal ann­ars farið fram á vett­vangi héraðsnefnda, byggðasam­laga, lands­hluta­sam­taka og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Engu orði er minnst á sam­starf á vett­vangi fé­laga sem lúta regl­um einka­rétt­ar­ins, s.s. sam­eign­ar­fé­lög eða hluta­fé­lög. Samt er það staðreynd að sveit­ar­fé­lög kjósa í aukn­um mæli að koma starf­semi sinni fyr­ir í slík­um fé­lög­um, ein eða í sam­starfi með öðrum, hvort sem það eru ríki eða sveit­ar­fé­lög vegna sam­keppn­is­rétt­ar­legra, skatta­legra eða rekstr­ar­legra sjón­ar­miða. Það er því að mati Reykja­vík­ur­borg­ar mjög brýnt að sá kafli sveit­ar­stjórn­ar­laga verði end­ur­skoðaður," sam­kvæmt svari Reykja­vík­ur­borg­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert