Björgunarsveitarmenn aðstoða rjúpnaskyttur

Rúmum átta klukkustundum eftir að rjúpnaveiðitímabilið hófst, eða laust eftir klukkan átta í morgun, barst björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni hjálparbeiðni frá tveim skyttum sem fest höfðu jeppa sinn í miðri á norðan við Sandkluftarvatn. Þeir höfðu bjargað sér í land og amaði ekkert að þeim.

Björgunarsveitin var komin til þeirra um klukkustund eftir að beiðnin barst, segir formaður sveitarinnar í tilkynningu í morgun.

Mikill straumur sé af veiðimönnum núna uppá hálendið á þessum slóðum. Björgunarsveitin Ingunn hafi undanfarna daga verið að undirbúa sig fyrir rjúpnaveiðitímabilið og búist við að þurfa að sinna þónokkrum útköllum tengdum rjúpnaveiði eins og undanfarin ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert