Björgunarsveitir kallaðar út vegna rjúpnaskyttna

Rjúpnaveiðidagaranir í nóvember eru alls 18 talsins, en veitt er …
Rjúpnaveiðidagaranir í nóvember eru alls 18 talsins, en veitt er frá fimmtudegi til sunnudags. mbl.is/Sverrir

Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni og Björgunarsveit Biskupstungna voru kallaðar út eftir hádegið í dag til að aðstoða rjúpnaskyttur við Bláfellsháls, utan alfaraleiðar, sem höfðu fest bíl sinn í mikilli aurbleytu.

Útkallið kom um tvöleitið og voru menn nýbúnir að fylla á tankana og ganga frá búnaði eftir útkall, sem kom í morgun af svipuðu tilefni.

Í útkallinu brotnaði öxull í framhásingu á bíl Ingunnar. Björgunarsveitarmönnum tókst þó að losa bílinn og svo heppilega vildi til fyrir aðra veiðimenn, sem voru á ferð og festu sig, að björgunarsveitirnar voru á leið þeirra. Aðgerðinni lauk um áttaleitið í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka