Burt með bann við skattalækkunum

Morgunblaðið/ Sverrir

Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks leggja til á Alþingi að lágmarksútsvar verði afnumið úr lögum þannig að sveitarfélög geti lækkað útsvarið ef þau vilja eða jafnvel sleppt því. Erla Ósk Ásgeirsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

Hún bendir á að ekkert lágmark hafi verið í lögum fyrr en 1993, þegar ákveðið var að jafna útsvarsgreiðslur. Um hámark skattheimtu gildi önnur sjónarmið, að ekki sé of langt seilst með álögum á almenning.

„En löggjafinn á ekki að standa í vegi fyrir því að sveitarfélög lækki skatta," segir Erla Ósk sem flytur sitt fyrsta mál á Alþingi. Erla Ósk viðurkennir að ekki hafi verið neinn þrýstingur af hálfu sveitarfélaga sem vilji lækka útsvar. Af hennar hálfu sé þetta spurning um rétta hugsun um skattheimtu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert