Gleðilegt að taka kjötið heim í gegnum tollinn

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson Ómar Óskarsson

„Mér þykir þetta mjög gleðilegt," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar að þeir sem ferðist til Íslands frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins geti tekið með sér allt að þrjú kíló af alls kyns kjötvöru og öðrum landbúnaðarvörum til landsins, tollfrjálst.

„Ég hef ekki legið á þeirri skoðun að mér hefur ekki fundist núverandi skipan mála í takt við nútímann eða raunveruleikann."

Aðspurður hvort hann telji breytinguna hafa áhrif á íslenskan landbúnað svarar hann neitandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert