„Við erum mjög sátt við þessa fyrstu aðgerð stýrihópsins, ekki síst vegna þess að hún eyðir þeirri miklu óvissu sem hefur verið í málinu,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borg arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en hún á sæti í stýrihópi borgarráðs.
Hanna Birna segir ákvörðunina í fullu samræmi við þær áherslur sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa talað fyrir.
Hún segir að það hafi komin enn betur í ljós í vinnu stýrihópsins hversu illa málið var unnið. Vafi leiki á um fjölmörg atriði í öllu samninga ferlinu við undirbúningi og aðdraganda málsins og ljóst sé að borgarstjórn geti ekki staðið vörð um þennan gjörning.
Í greinargerð stýrihópsins segir að nægilegar forsendur liggi fyrir til að fallast ekki á samruna REI og GGE en jafnframt þurfi frekari skoðun að fara fram á tilteknum þáttum sem að hluta verði beint í sérstaka stjórn sýsluúttekt. „Við teljum sérstaklega mikilvægt að þessari skoðun verður haldið áfram og að skýrslan verði birt þar sem farið er yfir lögfræðilegu þættina í þessu máli. Við erum á þeirri vegferð að velta við hverjum steini og mun skýrslan liggja fyrir í lok mánaðarins.
Við teljum mjög mikilvægt að borgin sé vel upplýst um allt þetta ferli og þar með talið hlut stjórnarmanna, starfsmanna, kjörinna fulltrúa og annarra sem komu að þessu,“ segir Hanna Birna.