Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna í borgarstjórn, segist ekki vera búin að taka ákvörðun um það hvort hún muni hætta við dómsmál til að fá eigendafund Orkuveitu Reykjavíkur dæmdan ólöglegan. Hún segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað stjórn OR vilji gera í sambandi við þá ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur sem í dag samþykkti að hafna samruna félaganna Reykjavík Energy Invest og Geysi Green Energy.
Svandís segir að þegar ákvörðun stjórnar OR liggi fyrir þá muni hún ráðfæra sig við lögmann sinn varðandi framhald málsins.