Harðskafi heitir ný bók eftir Arnald Indriðason, fyrsta eintak bókarinnar var fljótt að fara og fékk fyrsti viðskiptavinurinn eintakið endurgjaldslaust. Í Bókabúðinni Eymundsson í Austurstræti var boðið upp á svið og pönnukökur með upplestri Hjalta Rögnvaldssonar klukkan níu í morgun.
Bókin segir frá rannsóknarlögreglumanninum Erlendi sem leysir snúið glæpamál um leið og hann tekst á við mál úr sinni eigin fortíð.
Hafsteinn Árnason fékk fyrsta eintakið en hann hafði mætt snemma til að kaupa það handa konu sinni sem mun vera mikill aðdáandi Arnaldar.
Hafsteinn sagði fréttamanni að þau hjónin myndu að öllum líkindum lesa bókina saman uppi í rúmi á næstu kvöldum.
Talsmaður hins raunverulega yfirvalds, Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu kom til að fylgjast með að útgáfan færir friðsamlega fram og að enginn træði sér framfyrir röðinni í sviðakjammana.