Úrkoma í október langt yfir meðallagi

Rigningadagur í Reykjavík.
Rigningadagur í Reykjavík. mbl.is/G.Rúnar

Nýliðinn októbermánuður var frekar hlýr, en óvenju umhleypinga- og úrkomusamur, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings, en næstmesta úrkoma mældist í Reykjavík síðan 1936. Í nýliðnum mánuði mældist úrkoma 174,8 mm en árið 1936 mældist hún 180,8 mm. Til samanburðar má nefna að meðalúrkoma í október er 86 mm.

Nýliðinn mánuður virðist vera hlýjasti október á höfuðborgarsvæðinu síðan 2001, en í gær stefndi í að meðalhitinn í mánuðnum reyndist 5,9 gráður sem er 1,6 stig yfir meðallagi.

Þess ber að geta að tölurnar fyrir nýliðinn mánuð voru uppgefnar í gær og mánuðurinn því ekki alveg liðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert