Úrkomumet féllu á að minnsta kosti 33 veðurstöðvum í október

Úrkomumet féllu víða um land í október.
Úrkomumet féllu víða um land í október. mbl.is/G.Rúnar

Úrkomumet féllu á að minnsta kosti 33 veðurstöðvum í október. Að sögn Veðurstofunnar hafa flestar metstöðvarnar þó aðeins verið starfræktar innan við 20 ár. Mesta mánaðarúrkoman mældist í Kvískerjum, 824,9 mm og er það nýtt met í október, en nokkuð vantar upp á að mánaðarúrkoman hefði náð mestu mánaðarúrkomu á staðnum, sem féll í janúar 2002.

Þær stöðvar sem slógu met og hafa athugað í meir en 30 ár eru þessar:

  • Stórhöfði í Vestmannaeyjum (frá 1921). Meiri úrkoma mældist í Vestmannaeyjakaupstað í október 1915, en samanburður milli stöðvanna er erfiður.
  • Eyrarbakki (frá 1880). Úrkoma var ekki mæld á Eyrarbakka frá 1911 til 1925, þannig að ekki var mælt í október 1915, þegar metúrkoma mældist í Vestmannaeyjakaupstað.
  • Elliðaárstöð (frá 1924).
  • Kirkjubæjarklaustur (frá 1926)
  • Hæll í Hreppum (1933)
  • Vatnsskarðshólar/Loftsalir (frá 1949)
  • Andakílsárvirkjun (frá 1950)
  • Forsæti (frá 1960)
  • Kvísker (frá 1962)
  • Skaftafell (frá 1964)
  • Hjarðarfell (frá 1971)
  • Snæbýli (frá 1976)
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert