Biður tannlækna að gefa ekki upp fullt verð

Sigurjón Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, segist munu mæla með því við tannlækna að þeir tvískipti reikningum sínum og veiti Tryggingastofnun ríkisins (TR) bara upplýsingar um það verð sem stofnunin á að borga, ætli hún að birta verð þeirra. TR hefur tilkynnt Persónuvernd að stofnunin hyggist greina opinberlega frá verði tannlækna til að upplýsa neytendur.

,,Það er bara á milli okkar og sjúklingsins hvað raunverulega er greitt fyrir tannlækningar. Tryggingastofnun er hvergi skilgreind sem verðlagseftirlit," segir Sigurjón. Hann getur þess að Tannlæknafélagið hafi fengið samþykki hjá landlækni um að tannlæknar geti birt á heimasíðu félagsins verð á þeim aðgerðaliðum sem Neytendastofa krefst að séu á áberandi stað á biðstofum. Um er að ræða 17 aðgerðaliði af 100.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka