Bónus gerir athugasemd við frétt Sjónvarpsins

Sverrir Vilhelmsson

Bónus hefur sent frá sér athugasemd vegna fréttar Sjónvarpsins í gærkvöldi þar sem rætt var við Árna Ragnar Árnason, fyrrverandi starfsmanns hjá Bónus. Kom fram í fréttinni að Árni væri fyrrverandi aðstoðarverslunarstjóri en Bónus segir að það sé ekki rétt.

Athugasemdin er eftirfarandi:

Heimildarmaður fréttastofu Ríkissjónvarpsins, um óðheiðarleika Bónus gagnvart viðskiptavinum, vann hjá fyrirtækinu í um fjóra mánuði 2005, frá miðjum ágúst og fram í byrjun desember. Álíka langan tíma vann hann hjá fyrirtækinu 2001 til 2002. Sagt var í fréttinni að starfsmaðurinn hafi verið aðstoðarverslunarstjóri í Bónus í 3 ár. Hið rétta er að starfsmaðurinn fyrrverandi skildi mjög ósáttur við fyrirtækið þegar ljóst var að hann yrði ekki gerður að aðstoðarverslunarstjóra í desember 2005.

Í fréttinni lýsir starfsmaðurinn því hvernig reynt sé að fela Bónus kjúklingabringur fyrir viðskiptavinum, þær komi inn í verslanirnar í afar takmörkuðu magni og séu geymdar undir og á bak við svo enginn geti keypt þær. Þetta á ekki við um verslanir Bónus. Það skal upplýst hér að Bónus kjúklingabringur ganga reyndar undir vinnuheitinu verðkönnunarkjúklingur þar sem þær eru langódýrastar en það er af og frá og þær séu bara keyptar inn til að hægt sé að grafa eftir þeim þegar gerðar eru verðkannanir.

Í verðkönnun Ríkisútvarpsins var fréttamanni bent á Holta kjúklingabringur þar sem ekki þótti nægilegt magn til af Bónusbringum þann daginn til að réttlæta að taka þær í verðkönnun. Alls hafa selst um 44 tonn af Bónus ferskum kjúklingabringum að andvirði tæpar 60 milljónir króna það sem af er þessu ári og það getur framleiðandi vörunnar, Reykjagarður, staðfest.

Af Euro Shopper kjúklingabringum hefur Bónus selt um 94 tonn að andvirði tæpar 120 milljónir króna, samkvæmt athugasemd frá Bónus.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert