Einskis manns fulltrúi í forystu

Umræður hafa verið uppi í Samfylkingarfélögum síðustu vikurnar um áhrifaleysi Samfylkingarinnar í stjórn Landsvirkjunar og hafa flokksmenn lýst óánægju með að í stóli stjórnarformanns sitji framsóknarmaður. Katrín Júlíusdóttir, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, segir að stjórnarhættir í Landsvirkjun hafi verið ræddir í flokksfélögum. „Mér finnst mjög óheppilegt að eitt helsta ríkisfyrirtæki þjóðarinnar endurspegli stefnu síðustu ríkisstjórnar, en ekki þeirrar sem nú er við völd, í jafn mikilvægum málaflokki og orkumálum. En Landsvirkjun heyrir undir fjármálaráðherra."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert