Fylgi við ríkisstjórnina minnkar

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. mbl.is/Júlíus

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað að undanförnu og mælist nú 76%, að því er kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup. Er þetta minnsti stuðningur, sem þessi ríkisstjórn hefur notið frá því hún var mynduð ímaí síðastliðnum.

Fylgi allra flokka er nær óbreytt frá síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokks er liðlega 41%, Samfylkingin mælist með nær 28% fylgi, Vinstrihreyfingin-grænt framboð með tæplega 16%, Framsóknarflokkurinn ríflega 9% fylgi, Frjálslyndi flokkurinn ríflega 4% og Íslandshreyfingin-lifandi land 1%.

Tæplega 17% svarenda tóku ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og 6% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram í dag.

Könnunin var gerð dagana 27. september til 29. októbe. Svarhlutfall var liðlega 61% og úrtaksstærð 5617 manns. Vikmörk eru 0,5-2%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert