Vilja láta endurskoða staðsetningu þyrlna

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að hafa frumkvæði að samstarfi við sveitarfélögin Norðurþing og Hornafjörð, um að fara með sameiginlegt erindi til dómsmálaráðherra þess efnis að staðsetning björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar verði endurskoðuð, þannig að ein þyrla verði staðsett í hverjum landsfjórðungi með það að markmiði að auka öryggi hringinn í kringum landið.

Í greinargerð með tillögunni kemur fram að þyrlur sem væru staðsettar hver á sínu landshorni hefðu mun skemmri flugtíma til hinna ýmsu staða á og í kringum landið, heldur en ef þær eru allar staðsettar á sama stað.

„Þyrla á Ísafirði væri um 30 mínútur að siglingaleiðinni milli Íslands og Grænlands, meðan að þyrla frá Reykjavík væri um þrisvar sinnum lengur á leiðinni. Þyrlur á Húsavík/Akureyri eða Hornafirði væru um 30 mínútur inn á hálendið við Vatnajökul, en þyrla frá Reykjavík um helmingi lengur svo eitthvað sé nefnt. Þegar fólk er í lífsháska getur þessi tími skipt verulegu máli. Slík ráðstöfun gæti einnig leyst ákveðin vanda, sem hefur verið til umfjöllunar varðandi sjúkraflug og sparað þar fjármuni á móti kostnaði, auk þess sem hún myndi hafa eflandi áhrif á atvinnulíf á þessum stöðum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert