Afborganir lánsins hækka um þriðjung

Mánaðarlegar afborganir af 20 milljóna króna íbúðaláni hjá Kaupþingi banka til tæplega 40 ára sem tekið er í dag eru 33% hærri en ef lánið hefði verið tekið árið 2004 þegar bankinn fór út á íbúðalánamarkaðinn. Tilkynnt var eftir stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands í vikunni að vextir af íbúðalánum hjá Kaupþingi yrðu hækkaðir í 6,4%. Þegar Kaupþing hóf að bjóða upp á íbúðalán voru vextir 4,15%.

Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir líklegt að vextir af íbúðalánum sjóðsins hækki um 0,5% á næstunni. „Það er markaðurinn sem ræður þeim vaxtakjörum sem við bjóðum. Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hefur hækkað mjög að undanförnu, ekki síst eftir ákvörðun Seðlabankans [um að hækka stýrivexti]. Það er alveg ljóst að við næsta útboð má búast við því, við óbreyttar markaðsaðstæður, að vextir Íbúðalánasjóðs hækki."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert