Afborganir lánsins hækka um þriðjung

Mánaðarleg­ar af­borg­an­ir af 20 millj­óna króna íbúðaláni hjá Kaupþingi banka til tæp­lega 40 ára sem tekið er í dag eru 33% hærri en ef lánið hefði verið tekið árið 2004 þegar bank­inn fór út á íbúðalána­markaðinn. Til­kynnt var eft­ir stýri­vaxta­hækk­un Seðlabanka Íslands í vik­unni að vext­ir af íbúðalán­um hjá Kaupþingi yrðu hækkaðir í 6,4%. Þegar Kaupþing hóf að bjóða upp á íbúðalán voru vext­ir 4,15%.

Guðmund­ur Bjarna­son, fram­kvæmda­stjóri Íbúðalána­sjóðs, seg­ir lík­legt að vext­ir af íbúðalán­um sjóðsins hækki um 0,5% á næst­unni. „Það er markaður­inn sem ræður þeim vaxta­kjör­um sem við bjóðum. Ávöxt­un­ar­krafa íbúðabréfa hef­ur hækkað mjög að und­an­förnu, ekki síst eft­ir ákvörðun Seðlabank­ans [um að hækka stýri­vexti]. Það er al­veg ljóst að við næsta útboð má bú­ast við því, við óbreytt­ar markaðsaðstæður, að vext­ir Íbúðalána­sjóðs hækki."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka