Bassabox truflaði radarmælingu

Rafmagnsverkfræðingurinn sem gerði skýrslu fyrir lögfræðinginn minn tók það fram að það er þekkt að ratsjármöstur trufli radarmælingar," segir Egill Rossen, en hann var sýknaður í gær af ákæru um að hafa ekið á 163 kílómtera hraða eftir Reykjanesbraut í febrúar á þessu ári.

„Önnur ástæða til að rengja kæruna var sú að það er gríðarlega öflugt hljóðkerfi í bílnum. Titringurinn frá því veldur titringi í rúðum. Það getur valdið skekkju í mælingunni. Ég var bara á 80 kílómetra hraða. Ég var tilbúinn að fara með þetta fyrir hæstarétt hefði ég ekki verið sýknaður," segir Egill. „Það var svo mikið í málinu sem var lögreglunni í óhag. Þeir fóru ekki eftir verklagsreglum, að prófa tækin fyrir og eftir mælingu."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert