Nokkur erill hjá lögreglunni í nótt

Talsverður erill var hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins fyrripart nætur vegna ölvunar að sögn varðstjóra. Ellefu manns gista fangageymslur lögreglu við Hverfisgötu þar sem þeir fá að sofa úr sér áfengisvímuna. Sjö mál komu upp þar sem einstaklingar höfðu gerst brotlegir gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar og þrír voru teknir ölvaðir við akstur. Að sögn lögreglu datt botninn úr að mestu eftir kl. fjögur í nótt.

Þá var talsvert um útköll hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt vegna ölvunar og óspekta en mikil sýnileg ölvun var í miðbænum að sögn lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka