Sameiginleg forsjá kostur fyrir dómi

Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram á Alþingi frumvarp, sem á að styrkja rétt barna til að njóta beggja foreldra sinna. Meðal þeirra breytinga á barnalögum, sem lagðar eru til, er að dómstólar geti dæmt að foreldrar skuli hafa sameiginlega forsjá. Eins og lögum er nú háttað eiga dómarar ekki annan kost, komi til forsjárdeilu, en að dæma öðru hvoru foreldrinu forsjána.

„Ég tel mig þekkja mjög vel til málefna foreldra og barna og tel að lögin taki ekki mið af því ríkjandi fyrirkomulagi sem er hjá foreldrum með sameiginlega forsjá. Börn eiga rétt á báðum foreldrum og við þurfum að tryggja það með skýrari hætti í lögum en nú er gert," segir Dögg í samtali við 24 stundir. Meðal annarra breytinga, sem eru lagðar til í frumvarpi Daggar, er að foreldrar með sameiginlega forsjá verði að ákveða sameiginlega flutning lögheimilis barnsins innanlands. Þá geti foreldrar barns samið um að lögheimili þess sé hjá þeim báðum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert