Skipulagsmistök við Smáralind

G. Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri Þyrpingar, sagði á ráðstefnu Capacent um áskoranir í skipulagsmálum að skipulagsmistök hefðu átt sér stað við Smáralind og næsta nágrenni í Kópavogi. Hann teldi að svæðið yrði skipulagt aftur eftir um 40 ár, byggingarnar jafnaðar við jörðu og aðrar reistar í staðinn. Skipulagið væri til að læra af svo það yrði ekki endurtekið.

Þetta kom fram hjá Oddi í pallborðsumræðum á ráðstefnunni á Hótel Hilton. Hann sagði að orðið háhýsi hefði misjafna merkingu hjá fólki, en að hann teldi að fólk vildi ekki búa ofar en á 20. hæð hérlendis.

Oddur segir að sæki fólk áfram í þjónustuna í Smáralindinni þá sé það merki þess að skipulagið virki en hætti fólk að sækja í svæðið vegna skipulagsins verði að gera ráðstafanir. Í því ljósi beri að skilja ummæli hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert