Norrænn sérfræðingahópur mun á næstu mánuðum vinna að tillögum um sameiginlegan lyfjamarkað á Norðurlöndum þar sem því verður við komið. Markmiðið er meðal annars að freista þess að auka viðskipti með lyf landa á milli. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, bar tillöguna fram á fundi norrænu heilbrigðisráðherra sem haldinn var í Osló á fimmtudag í tengslum við Norðurlandaráðsþingið, en þingið var haldið þar.
Fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins að sjónarmið ráðherra sé að lítil markaðssvæði hafi ekki notið, í verði og framboði lyfja, frelsisins sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið ætti að tryggja.