Vill stöðva skerðingu lífeyrissjóðanna

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagði í ávarpi sínu á þingi LÍV í gær að „leita þyrfti allra leiða" til að nokkrir lífeyrissjóðir hættu við skerðingu örorkulífeyris.

„Skerðingar lífeyrissjóðanna munu að óbreyttu hafa tvennt í för með sér, verri kjör þeirra öryrkja sem fyrir þeim verða og tilfærslu útgjalda frá lífeyrissjóðunum yfir á ríkissjóð," sagði Jóhanna í gær.

„Niðurstaða mín eftir ítarlega skoðun á þessu máli er eindregið sú að ríkisvaldið og lífeyrissjóðirnir verði í sameiningu að leysa þessi mál, annars vegar tímabundið og hins vegar til langframa og koma í veg fyrir þá víxlverkun milli almannatrygginga og lífeyrissjóða sem bæði skerða lífeyrisgreiðslur og rýra kjarabætur öryrkja."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert