Vítisenglarnir farnir af landi brott

Horft yfir Keflavíkurflugvöll.
Horft yfir Keflavíkurflugvöll. mbl.is/ÞÖK

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur Vít­isengl­un­um átta, sem var neitað um land­göngu við kom­una til lands­ins í gær, verið flogið aft­ur heim til Dan­merk­ur og Nor­egs í fylgd lög­reglu­manna. Fólkið dvaldi á sér­stök­um svæðum sem höfðu verið út­bú­in í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar í nótt. Vít­isengl­arn­ir hugðust sækja veislu, sem vél­hjóla­klúbbur­inn Fáfn­ir hafði boðað til í miðborg Reykja­vík­ur í kvöld.

Fram kom í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra í gær að fylgst verði með komuflugi til lands­ins um helg­ina sem og fyr­ir­huguðu sam­kvæmi Fáfn­is. Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur yf­ir­stjórn aðgerðar­inn­ar. Fram­kvæmd aðgerðar­inn­ar til þessa hef­ur verið í hönd­um lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um auk þess sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu og starfs­menn frá embætti rík­is­lög­reglu­stjór­ans taka einnig þátt í henni.

Lög­regl­an seg­ir að koma fé­laga í Vít­isengl­um til Íslands og viðleitni sam­tak­anna til að ná fót­festu hér á landi feli í sér al­var­lega ógn við sam­fé­lag og alls­herj­ar­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert