Áhyggjur af auknu álagi á barnaverndaryfirvöld

Á undanförnum árum hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um u.þ.b. 50%. Á sama tíma hefur starfsmönnum hvorki fjölgað né fjármagn aukist og veldur þessi þróun forstjóra Barnaverndarstofu áhyggjum. Tilkynningum fyrstu sex mánuði ársins fjölgaði um tæp 32% miðað við sama tíma í fyrra.

Nokkrar ástæður eru fyrir svo mikilli fjölgun tilkynninga, að sögn Braga Guðbrandsonar forstjóra Barnaverndarstofu. Fyrst og fremst koma þar til nýjar starfsvenjur lögreglu en á undanförnum árum hefur lögregla sent mun fleiri mál til meðferðar hjá barnaverndaryfirvöldum en áður þekktist. „En það er ekki eina skýringin. Einnig er hægt að segja að samfélagsvitund í barnavernd hafi batnað," segir Bragi. „Menn átta sig á því að þetta er ekki refsikerfi og í tilkynningum felst ekki ávirðing. Menn eru farnir að skynja barnaverndarkerfið öðruvísi; sem hjálpar- og þjónustukerfi."

Með fleiri tilkynningum fjölgar verkefnum barnaverndarnefnda og hefur álag á nefndirnar aukist jafnt og þétt á umliðnum árum. Bragi segir það nokkuð sem hann reyni að vekja athygli á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert