Opnun landamæra greiddi ekki götu glæpamanna

Ísland hefur nú tekið þátt í Schengen-samstarfinu í sex ár og að mati Jóhanns R. Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, hefur reynslan til þessa sýnt að áhyggjur manna af mögulegu frjálsu flæði evrópskra og vegabréfalausra glæpamanna voru óþarfar.

Jóhann segist telja að reynslan til þessa hafi sýnt að áhyggjur manna af mögulegu frjálsu flæði evrópskra og vegabréfalausra glæpamanna voru óþarfar.

„Í aðdraganda aðildar Íslands að Schengen gætti ákveðins ótta við að opnun á innri landamærum myndi veikja stöðu okkar í baráttunni við óæskilegt fólk og erlend glæpasamtök," segir hann. „Reynsla okkar af Schengen hefur samt sýnt að opnun landamæranna hafði engin áhrif í þessu samhengi, heldur þvert á móti efldust varnirnar. Það verður að hafa í huga að með aðild að Schengen voru lagðar sérstakar kvaðir á herðar aðildarríkjanna um að miðla ákveðnum upplýsingum sem varða ríkisborgara Schengen-landanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert