„Ekkert að gera annað en hætta"

Tvær fiskverkanir, GPG á Húsavík og Stapar á Bíldudal, hafa nú sagt upp samtals um 20 manns. Uppsagnarfrestur fólksins er einn mánuður. Á Raufarhöfn er verið að draga úr vinnslu vegna kvótasamdráttar, en á Bíldudal er verið að hætta vinnslu, sem hófst í maí, en hefur verið afar stopul síðan þá. Áður hafði fiskvinnsla þar legið niðri í tvö ár.

Átta manns var sagt upp hjá GPB á Raufarhöfn, en þar höfðu tveir eða þrír hætt áður, að sögn Ólafs Ólafssonar, sölu- og markaðsstjóra hjá GPG. GPG rekur fiskverkun á Raufarhöfn, Húsavík og í Stykkishólmi og segir Ólafur að ekki séu fyrirhugaðar frekari uppsagnir. Hins vegar sé ljóst að sumarlokanir verði á öllum stöðunum og líklega lengri en á þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert