Glitnir hefur ákveðið að hækka óverðtryggða innláns- og útlánsvexti sína um 0,45% í samræmi við boðaða stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Breytingin tekur gildi frá og með 11. nóvember næstkomandi.
Jafnframt hefur verið ákveðið að vextir á nýjum húsnæðislánum til viðskiptavina bankans hækka úr 5,80% í 6,35%. Breytingin tekur gildi á morgun. Þessi breyting á vöxtum húsnæðislána hefur hins vegar engin áhrif á kjör þeirra sem tekið hafa húsnæðislán hjá Glitni til þessa.