Lögreglan í Borgarnesi fór í eftirlitsflug til að kanna með rjúpnaskyttur í dag. Lögreglan segist ekki hafa orðið vör veiðiþjófa á svæðinu. Lögreglumenn í lofti höfðu þó samband við félaga sína á jörðu niðri og báðu þá um að kanna með þrjá menn en þeir reyndust vera í löglegum erindagjörðum.
Rjúpnaveiðitímabilið 18 dagar og er aðeins leyfilegt að skjóta rjúpur frá fimmtudegi til sunnudags í nóvember. Lögreglan verður með eftirlit út tímabilið.