Níutíu og tveir handteknir í aðgerðum gegn barnaklámi

Alls hafa 92 menn í átta löndum verið handteknir vegna aðgerða evrópsku lögreglunnar Europol gegn glæpahring sem framleiddi og dreifði barnaklámefni. Meðal þeirra voru tveir íslenskir karlmenn, sem voru handteknir í mars á þessu ári grunaðir um að stunda viðskipti á vefsíðu sem innihélt barnaklám.

Rannsókn þessa máls er lokið af hálfu íslensku lögreglunnar og hefur erindið verið sent til ríkissaksóknara til meðferðar.

Fréttavefur BBC hefur eftir Europol að viðskiptavinir vefsíðunnar munu hafa verið um tvö og hálft þúsund í nítján löndum. Myndirnar voru framleiddar í Úkraínu, Belgíu og Hollandi en flest fórnarlömbin voru frá Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert