Ríkið mun veita aðstoð við skuldagreiðsluna

Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í morgun, formaður sambandsins, Halldór Halldórsson telur brýnt að ríkið hlaupi undir bagga með sveitarfélögunum og hjálpi til við að greiða upp skuldir þeirra.

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra tók til máls á fjármálaráðstefnunni og lagið áherslu á að sveitarfélögin þyrftu að koma sér upp gegnsærri fjármálareglu til að hefta vöxt útgjalda þeirra.

Fjármálaráðherra tók undir það að ríkið þurfi að aðstoða við að lækka skuldastöðu þeirra sveitarfélaga sem setja sér og vinna eftir slíkum fjármálareglum.

Hann vildi einnig að ríki og sveitarfélög ynnu nánar saman á sviði kjaramála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert