Allur heimaakstur á landsbyggðinni innheimtur

mbl.is

Um mánaðar­mót­in tók í gildi sér­stök verðskrá um heima­akst­ur á lands­byggðinni hjá Eim­skip. Að sögn sölu­stjóra inn­an­lands­flutn­inga hjá Eim­skip­um verður all­ur heima­akst­ur á lands­byggðinni nú inn­heimt­ur.

Verð fara eft­ir þriggja flokka kerfi. Vegi send­ing­in á bil­inu 0-50 kg kost­ar hún 500 kr. án vsk. Vegi hún á bil­inu 51-300 kg kost­ar hún 1.000 kr. án vsk. Loks kost­ar send­ing­in 1.500 kr. án vsk. vegi hún á bil­inu yfir 301 kg.

Guðný Ósk Sig­ur­geirs­dótt­ir, sölu­stjóri inn­an­lands­flutn­inga, seg­ir þetta vera einn af þeim þjón­ustuþátt­um sem hafi ekki verið inn­heimt­ur á öll­um stöðum. Aðspurð seg­ir hún fáa hafa sett sig í sam­band við Eim­skip og kvartað und­an verðskránni. Hún seg­ir þetta vera lág­marks­gjöld sem hafi verið sett á til að vega á móti kostnaði. „Þetta er breytt verðskrá og ein­fald­ari,“ seg­ir hún.

Hún bend­ir á að áður hafi t.d. verið inn­heimt­ar um 200 kr. fyr­ir hverja send­ingu. Nú er geti rukk­un­in t.d. hljóðað upp á 500 kr. fyr­ir fimm send­ing­ar, en sem fyrr seg­ir fer send­ing­in eft­ir þyngd henn­ar. „Í sum­um til­fell­um er þetta mun ódýr­ara en þetta var,“ seg­ir Guðný og bæt­ir því við að kerfið sé ein­fald­ara og virki vel fyr­ir allt landið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert