Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í yfirlýsingu vegna umræðu um lóðaúthlutanir í Reykjavík til matvöruverslana, að frá árinu 1998, þegar Baugur varð til, hafi hvorki Baugur né Hagar fengið úthlutað lóð í Reykjavík undir matvöruverslun.
„Samningar sem innifela þinglýstar kvaðir vegna lóða í Grafarvogi, m.a. við Spöng voru gerðir af borgaryfirvöldum við fyrri eigendur Hagkaups, fyrir stofnun Baugs árið 1998. Þeir samningar og þær kvaðir sem þeim fylgja eru því eldri en fyrirtækið Baugur.
Rétt er að kjörnir fulltrúar í sveitastjórnum og hjá ríkinu opni augun fyrir þeim tilraunum og þeim aðferðum, sem m.a. keppinautar Haga nota til þess sverta fyrirtækið og starfsfólk þess og að fá kjörna fulltrúa til þess að gefa sér markaðshlutdeild," segir í yfirlýsingu Finns.