Geir segist ekki hafa lagt blessun sína yfir samruna REI og GGE

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í fréttum Útvarpsins, að það sé af og frá að hann hafi lagt blessun sína yfir samruna Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Energy og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, hafi ekki kynnt sér nein efnisatriði slíks samruna.

Geir sagði að Vilhjálmur hefði sagt sér frá því í tveggja manna tali 28. september, að samruni fyrirtækjanna hefði borist í tal. Geir sagði, að sér hefðu ekki verið sýndir neinir pappírar eða efnisatriði og hann hefði ekki verið beðinn um álit á slíkum samruna.

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir á bloggsíðu sinni, að Vilhjálmur hafi á kynningarfundi í byrjun október tilkynnt, að samruninn hefði þegar verið kynntur forsætisráðherra og honum litist vel á ráðahaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert