Geir segist ekki hafa lagt blessun sína yfir samruna REI og GGE

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra.

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði í frétt­um Útvarps­ins, að það sé af og frá að hann hafi lagt bless­un sína yfir samruna Reykja­vik Energy In­vest og Geys­is Green Energy og Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, hafi ekki kynnt sér nein efn­is­atriði slíks samruna.

Geir sagði að Vil­hjálm­ur hefði sagt sér frá því í tveggja manna tali 28. sept­em­ber, að samruni fyr­ir­tækj­anna hefði borist í tal. Geir sagði, að sér hefðu ekki verið sýnd­ir nein­ir papp­ír­ar eða efn­is­atriði og hann hefði ekki verið beðinn um álit á slík­um samruna.

Björn Ingi Hrafns­son, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir á bloggsíðu sinni, að Vil­hjálm­ur hafi á kynn­ing­ar­fundi í byrj­un októ­ber til­kynnt, að samrun­inn hefði þegar verið kynnt­ur for­sæt­is­ráðherra og hon­um lit­ist vel á ráðahag­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert