Heimild tryggingafélaga til að afla heilsufarsupplýsinga takmörkuð

Björg­vin G. Sig­urðsson, viðskiptaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyr­ir frum­varpi, sem ger­ir ráð fyr­ir því, að heim­ild­ir trygg­inga­fé­laga til að afla heilsu­far­s­upp­lýs­inga í tengsl­um við töku per­sónu­trygg­inga. Verður trygg­inga­fé­lög­um óheim­ilt að nýta sér upp­lýs­ing­ar úr erfðafræðileg­um rann­sókn­um, sem gætu gefið til kynna hættu á að trygg­inga­taki þrói með sér eða fái til­tek­inn sjúk­dóm.

Sam­kvæmt frum­varp­inu get­ur trygg­inga­fé­lag óskað eft­ir upp­lýs­ing­um sem hafa þýðingu fyr­ir mat þess á áhætt­unni á því að veita ein­stak­ling­um trygg­ing­ar. Í þeim til­gangi sé fé­lag­inu heim­ilt að óska upp­lýs­inga um sjúk­dóma sem vátygg­ing­ar­taki eða vá­tryggður, for­eldri hans eða systkini eru hald­in eða hafa verið hald­in óháð því hvernig sjúk­dóm­ur hef­ur greinst.

Trygg­inga­fé­lög­um er hins veg­ar ekki heim­ilt, sam­kvæmt frum­varp­inu, að óska eft­ir, afla með ein­hverj­um öðrum hætti, taka við eða hag­nýta sér upp­lýs­ing­ar sem fengn­ar eru úr niður­stöðu erfðarann­sókn­ar á ein­stak­lingi og geta gefið til kynna hættu á að hann þrói með sér eða fái til­tek­inn sjúk­dóm. Fé­lög­un­um er einnig óheim­ilt að óska eft­ir rann­sókn­um sem telj­ast nauðsyn­leg­ar til þess að kost­ur sé á að fá slík­ar upp­lýs­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert