Heildarlaun stjórnar, forstjóra og fjögurra framkvæmdastjóra Orkuveitu Reykjavíkur (OR) námu 79 milljónum króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi OR fyrir árið 2006. 24 stundir sendu formlega beiðni til fyrirtækisins þar sem óskað var eftir sundurliðun á heildarlaununum. Þeirri beiðni var synjað. Í svarbréfi frá OR segir orðrétt að fyrirtækið sé „ekki stofnun, heldur sameignarfyrirtæki í eigu þriggja sveitarfélaga. Upplýsingalög gilda ekki um starfsemi fyrirtækisins."
Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarmönnum í OR eru laun þeirra 125 þúsund krónur á mánuði og laun stjórnarformanns tvöföld þau laun. Í stjórninni sitja sjö manns og því er launakostnaður vegna hennar tólf milljónir króna á ári. Stjórnin fundar að jafnaði annan hvern föstudag.
Laun forstjóra og fjögurra framkvæmdastjóra fyrirtækisins voru 67 milljónir króna árið 2006. Meðaltal mánaðarlauna þessara fimm stjórnenda er því 1.117.000 krónur, eða 13,4 milljónir króna á ári. Þau mánaðarlaun eru tæpum tvö þúsund krónum hærri en grunnlaun æðsta kjörna embættismanns Reykjavíkur, borgarstjórans, sem eru 1.115.153 krónur.
Nánar í 24 stundum í dag