Lenti aftur á Egilsstaðaflugvelli eftir að olíuþrýstingur í öðrum hreyfli féll

Lent var á Egilsstöðum uppúr kl. 21 og gekk lendingin …
Lent var á Egilsstöðum uppúr kl. 21 og gekk lendingin að óskum mbl.is/Aðalsteinn Sigurðarson

Mik­ill viðbúnaður var á flug­vell­in­um á Eg­ils­stöðum þegar Fokk­er 50 flug­vél Flug­fé­lags Íslands sneri við til Eg­ilstaða á leið sinni til Reykja­vík­ur í kvöld. Vél­in fór í loftið um kl. 20:30 með 38 farþega inn­an­borðs en skömmu eft­ir flug­tak missti vél­in olíuþrýst­ing á öðrum hreyfli og var því ákveðið að slökkva á hon­um í sam­ræmi við vinnu­regl­ur, auk þessa fór jafnþrýst­ing­ur af farþega­rými vél­ar­inn­ar.

Í kjöl­far þess­ara bil­ana ákvað flug­stjóri vél­ar­inn­ar að snúa við aft­ur til Eg­ilsstaða þar sem mun styttra var þangað en til Reykja­vík­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Flug­fé­lagi Íslands.

Lent var á Eg­ils­stöðum up­p­úr kl. 21 og gekk lend­ing­in að ósk­um og eft­ir að farþegar voru komn­ir aft­ur í flug­stöðina á Eg­ils­stöðum fór flug­stjóri vél­ar­inn­ar yfir at­vikið með farþegum auk þess sem þeim var boðin áfalla­hjálp.

Farþegar tóku þessu at­viki með mik­illi still­ingu auk þess sem áhöfn vél­ar­inn­ar var þakkað fyr­ir fag­mann­leg vinnu­brögð með lófa­taki að lokn­um út­skýr­ing­um flug­stjóra, seg­ir Flug­fé­lag Íslands..

Eng­in hætta myndaðist við þetta at­vik enda flug­vél­ar af þess­ari teg­und byggðar til að geta flogið á öðrum hreyfli en í sam­ræmi við vinnu­regl­ur voru slökkvilið, lög­regla og björg­un­ar­sveit­ir í viðbragðsstöðu á flug­vell­in­um við lend­ingu.

Önnur vél Flug­fé­lags Íslands mun fara frá Ak­ur­eyri til Eg­ilsstaða til að ná í farþeg­ana og má gera ráð fyr­ir að hægt verði að fara í loftið að nýju frá Eg­ils­stöðum um kl. 23 í kvöld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert