Mikill viðbúnaður á Egilsstaðaflugvelli

Vélin lenti heilu á höldnu á Egilsstaðaflugvelli.
Vélin lenti heilu á höldnu á Egilsstaðaflugvelli. mbl.is/Aðalsteinn Sigurðarson

Mikill viðbúnaður var á flugvellinum á Egilsstöðum nú rétt í þessu þegar Fokker-flugvél frá Flugfélagi Íslands þurfti að lenda þar á einum hreyfli, en bilun kom upp í hinum hreyflinum. Að sögn lögreglu er vélin lent og gekk allt vel fyrir sig. Lögreglan segir farþegana hafa gengið frá borði, en engan sakaði. Lögreglan og slökkviliðið er á staðnum. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig í viðbragðsstöðu.

Að sögn lögreglu féll loftþrýstingur í vélinni. Alls voru 41 í vélinni, 38 farþegar og þrír í áhöfn. Lögreglan segir að enginn hræðsla hafi skapast í vélinni.

Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn auk lækna, sjúkrabíla og lögreglumanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert