Fulltrúaráð Landssambands slökkviliðsmanna hefur lýst áhyggjum af neyðarviðbúnaði Keflavíkurflugvallar og hvetur ráðamenn til aðgerða. Segir í ályktun, sem fulltrúaráðið hefur samþykkt, að síðan Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli tók við stjórn flugvallarins þann 1. október 2006 hafi stöðugt verið dregið úr öryggiskröfum sem gerðar séu til flugvalla.
„Öryggisviðbúnaður Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur aldrei verið jafn lítill og nú, öryggi flugfarþega í neyð hefur farið úr því besta sem í boði er, í eitt það lélegasta,” segir einnig í ályktuninni.