Riðubrennsla kostar milljónir

Íslendingar eru skuldbundnir til að koma sér upp aðstöðu til að farga úrgangi, sem er tilkominn vegna riðuaðgerða, með brennslu. Kostnaður við að koma upp slíkri aðstöðu hleypur á hundruðum milljóna króna. Þetta er meðal þess sem þarf að gera hérlendis til að fylgja nýrri matvælalöggjöf Evrópusambandsins (ESB) sem sameiginlega EES-nefndin samþykkti að innleiða fyrir nokkrum dögum. Kostnaðurinn verður annars vegar vegna fjárfestingar í brennsluaðstöðunni og hins vegar vegna rekstrar hennar.

„Þetta er mjög dýrt, en líka eitthvað sem við hefðum orðið að innleiða hvort eð er," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Hann segir það heldur ekki liggja fyrir hversu margar brennslurnar yrðu. „Menn hafa verið að skoða lausnir sem fela í sér færanlegar brennslur, eða þá eina stóra og fullkomna brennslustöð."

Nánar í 24 stundum í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert