Síbrotamaður í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem ákærður hefur verið fyrir ýmis afbrot, sitji í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, þó ekki lengur en til 29. nóvember. Maðurinn var í maí dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir fjölda afbrota, aðallega þjófnaðar- og hilmingarbrot. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.

Í málinu, sem nú er fyrir héraðsdómi, er manninum gefin að sök átta hilmingarbrot, fjögur þjófnaðarbrot, hótun og fíkniefnalagabrot.

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, að við rannsókn hafi komið í ljós að maðurinn hefur verið í mikilli neyslu fíkniefna og líklegt að hann fjármagni neyslu sína með afbrotum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert