Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi

Stjórn Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga (FÍH) skor­ar á alþing­is­menn að standa vörð um for­varn­ar­stefnu í áfeng­is­mál­um og greiða at­kvæði gegn frum­varpi til laga um breyt­ingu ým­issa laga­ákvæða sem varða sölu áfeng­is og tób­aks. Þetta kem­ur fram í álykt­un sem FÍH samþykkti í gær.

Í álykt­un­inni seg­ir:

    Áfeng­is­vand­inn er vax­andi heil­brigðis­vanda­mál hér á landi og kostnaður sam­fé­lags­ins vegna hans fer vax­andi. Í gögn­um frá Lýðheilsu­stöð kem­ur fram að áætlaður heild­ar­kostnaður þjóða af völd­um áfeng­isneyslu sé á bil­inu 1-3% af þjóðarfram­leiðslu. Áfengi hef­ur nei­kvæð áhrif á fjölda sjúk­dóma, er oft or­sakaþátt­ur í slys­um og get­ur haft veru­leg nei­kvæð sam­fé­lags­leg áhrif. Áfeng­isneysla á meðgöngu hef­ur skaðleg áhrif á þroska barns­ins og síðar á full­orðins­ár­um. Rann­sókn­ir hafa sýnt að sam­band er á milli aðgeng­is að áfengi og neyslu. Aukið aðgengi að áfengi mun án efa leiða til auk­inn­ar áfeng­isneyslu ung­linga og annarra ein­stak­linga í áhættu­hóp­um.

    Í Heil­brigðisáætl­un til árs­ins 2010, sem samþykkt var sam­hljóða á Alþingi þann 20. maí 2001, eru áfeng­is-, vímu­efna- og tób­aksvarn­ir sett­ar fram sem fyrsta mark­mið. Þar eru sett fram mark­mið um að minnka heild­ar­neyslu áfeng­is hér á landi og ekki síður að vinna gegn neyslu ungs fólks. Að mati stjórn­ar FÍH vinn­ur um­rætt frum­varp gegn þess­um mark­miðum Heil­brigðisáætl­un­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka